Skilmálar
(Skilgreining á hugtakinu “Gagnabjörgun”; endurheimting rafrænna gagna af biluðum rafeindabúnaði eins og t.d. hörðum diskum, USB minniskubbum, myndavélakortum, geisladiskum o.s.frv.)
- Datatech Tekur að sér “Bilanagreiningu” á miðli, búnaði, rafeindabúnað, gögnum eða hlut sem er í eigu þjónustukaupanda og innheimtir fyrir það “Greiningargjald” fyrir öll verkefni kr.11.900,- með VSK. Þetta gjald er innheimt fyrirfram hvort sem þjónustukaupandi ákveður að fara út í viðgerð og eða gagnabjörgun af miðli, búnaði, rafeindabúnaði, gögnum eða hlut eða alls ekki og er undir öllum kringumstæðum óendurkræft.
- Datatech Tekur að sér “Gagnabjörgun” eða (endurheimtingu rafrænna gagna af biluðum rafeindabúnaði) eftir að hafa framkvæmt “Bilanagreiningu” á miðli, búnaði, rafeindabúnað, gögnum eða hlut og eftir að þjónustukaupandi hefur samþykkt verðtilboð í “Gagnabjörgun” skriflega eða með tölvupósti. Gagnabjörgun hefst aðeins eftir að þjónustukaupandi hefur samþykkt verðtilboð og eftir það er verðtilboðið að fullu bindandi fyrir þjónustukaupanda.
- Datatech getur ekki og lofar ekki og mun aldrei undir neinum kringumstæðum lofa sérstökum árangri. En við notumst hinsvegar við viðurkenndar aðferðir við gagnabjörgun og þá tækni sem við búum yfir sem lofar sem bestum árgangri í hverju verkefni fyrir sig við að bjarga rafrænum gögnum þjónustukaupanda af þeim miðli, búnaði, rafeindabúnað, gögnum eða hlut sem hann kemur með til þjónustu hjá fyrirtækinu hverju sinni.
- Datatech ábyrgist ekki að öll eða einhver gögn verði endurheimt af miðli, búnaði, rafeindabúnað, gögnum eða hlut þjónustukaupanda að nokkru leiti.
- Datatech ábyrgist ekki að miðill, búnaði, rafeindabúnaður, gögn eða hlutur í eigu þjónustukaupanda verði ekki skemmdur við tilraunir starfsmanna Datatech til að bjarga eða afrita rafræn gögn af honum og ber Datatech enga fjárhagslega ábyrgð eða annarskonar ábyrgð vegna þess.
- Datatech ber enga ábyrgð eða fjárhagslega ábyrgð að nokkru leiti á gögnum, miðli eða rafeinadabúnaði þjónustukaupanda þó hann sé í vörslu fyrirtækisins og starfsmanna þess.
- Datatech ber enga ábyrgð á gögnum þjónustukaupanda undir neinum kringumstæðum.
- Datatech ber enga ábyrð á eðli þeirra gagna sem bjargað er, ástandi þeirra eða notagildi fyrir þjónustukaupanda svo lengi sem þau séu afrituð beint af búnaði þjónustukaupanda.
- Datatech áskilur sér rétt til þess að afhenda ekki búnað, rafeindabúnað, harða diska eða gögn eða annarskonar miðla sem hafa komið til þjónustu hjá fyrirtækinu til þjónustukaupanda nema búið sé að greiða reikning fyrir þjónustuna að fullu áður með sannanlegum hætti.
- Ef þjónustukaupandi kemur með rafeindatæki, gagnamiðil, gögn, hlut eða annað til Datatech eða starfsmanna þess í gagnabjörgun eða aðra þjónustu og sækir ekki eða lætur ekki í sér heyra símleiðis eða með tölvupósti og eða sækir ekki búnað, tæki eða hlut innan 90 daga frá greiðslu “greiningagjalds” þá hefur Datatech og starfsmenn þess rétt á að farga búnaðinum varanlega og þjónustukaupandi hefur enga kröfu á Datatech vegna þess síðar meir og Datatech ber enga fjárhagslega ábyrð gagnavart þjónustukaupanda eða annarskonar ábyrð af nokkru tagi.
- Eignarréttur: Í samræmi við 42. gr. laga nr. 75/1997 áskilur Datatech sér eignarrétt hins selda þar til kaupverðið er að fullu greitt og áskilur sér rétt til að taka hið selda til baka eða selja það nauðungarsölu með vísan til 4. tl. 38. gr. sömu laga. Kaupandi hefur kynnt sér samningsákvæði þetta og samþykkir eignarréttarfyrirvara Datatech með móttöku hins selda.
Upplýsingar um fyrirtækið
Allur réttur áskilin | Dtech ehf. kt. 420115-0240 | Tölvupóstfang: datatech@datatech.is |