Gagnabjörgun af SSD „Solid State Drive“ hörðum diskum/ gagnageymslum

Við björgum gögnum af SSD (Solid State Drive) diskum. SATA SSD, NVMe SSD diskum, M.2 SSD diskum og PCIe SSD diskum. Við búum yfir sérhæfðum búnaði til þess að afrita gögn beint af Nand /Flash kubbunum sem liggja á PCB plötum SSD diska. SSD gagnabjörgun er mjög flókin og í raun mun erfiðara að eiga við SSD diska heldur en hefðbunda harða diska. Ekki er hægt að bjarga gögnum af öllum gerðum SSD diska en þá aðallega þeim sem eru með svokallaða „on chip“ dulkóðun sem dulkóða gögnin, því yfirleitt skemmast þessir stýrikubbar sem geyma dulkóðunar lykilinn og þótt við mundum ná að bjarga gögnunum af ROM kubbunum sem geyma gögnin væru þau ólesanleg nema með þessum lykil.
Ef þú hefur týnt verðmætum gögnum er fyrsta skrefið að senda okkur þjónustubeiðni og velja svo með hvaða hætti þú vilt koma búnaðinum til okkar. Þér stendur til boða að afhenda okkur verkefni á þjónustustöðvum Dropp.is á höfuðborgarsvæðinu eða þú getur sent okkur verkefnið með Íslandspósti þér að kostnaðarlausu!
Ef þú hefur týnt verðmætum gögnum er fyrsta skrefið að senda okkur þjónustubeiðni og velja svo með hvaða hætti þú vilt koma búnaðinum til okkar. Þér stendur til boða að afhenda okkur verkefni á þjónustustöðvum Dropp.is á höfuðborgarsvæðinu eða þú getur sent okkur verkefnið með Íslandspósti þér að kostnaðarlausu!
- Ef þú hefur lent í því að SSD diskurinn þinn hættir að virka og nærð ekki sambandi við hann, þá er næsta skref að koma með hann til okkar og við bilanagreinum hann og skoðum kubbaasettið og sjáum þá hvort hægt sé að bjarga gögnum af honum og gerum þér verðtilboð í framahaldi af því í gagnabjörgun af honum.
- Greiningargjald, 11.900 kr m.vsk, er greitt fyrir hvert verkefni fyrirfram og í því felst að meta hverskonar viðgerð diskurinn þarf á að halda. Verð viðgerða fer eftir gagnamagni og eftir því hverskonar bilun er um að ræða og hvaða aðferð þarf að beita.
Upplýsingar um fyrirtækið
Móttaka verkefnaMóttaka verkefna fer fram hjá Móttökustöðvum Dropp.is. Eftir að þú hefur stofnað þjónustubeiðni sendum við þér merkimiða fyrir búnaðinn og þú getur valið staðsetningu í þínu næsta nágrenni til að koma búnaðinum til okkar á öruggan hátt.
|
Hafðu samband við okkurTölvupóstur: datatech@datatech.is
Sími: +354-571-9300 Símatími er á öllum virkum dögum frá kl.09.00 til 18.00 |
|
|
Allur réttur áskilin | Dtech ehf. kt. 420115-0240 | Tölvupóstfang: datatech@datatech.is |